Þjónusta

Við veitum alhliða þjónustu sem uppfyllir ríkar kröfur notenda í nútíma umhverfi. Hér eru nokkur dæmi, upptalningin er langt frá því að vera tæmandi:

Forritun

Hjá okkur starfar samheldinn hópur forritara með áralanga reynslu af forritun og kerfisumsjón. Við höfum tekið þátt í að hanna og þróa ýmsar lausnir með viðskiptavinum okkar á ýmsum sviðum.

Hönnun

Notendavæn og eftirtektarverð hönnun á vefum, markaðsefni eða viðmóti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Innan veggja Dacoda býr víðtæk reynsla af hönnun fyrir ýmsa miðla og fylgjum við sífellt nýjustu straumum og stefnum.

Hýsing

Dacoda býður upp á alhliða hýsingu á vefum, lénum og tölvupósti. Netþjónar okkar eru staðsettir í gagnaveri Verne Global í Reykjanesbæ sem er eitt fullkomnasta og öruggasta gagnaver landsins.

Ráðgjöf

Tæknileg ráðgjöf varðandi meðal annars uppsetningu á vef- og hugbúnaðarlausnum, tengingar öryggislausna við vefsvæði og aðstoðum við að tengja markaðsrannsóknakerfi eins og til dæmis Google Analytics, Facebook Pixel og fleiri kerfi.