Svona heldur Olís utan um 140 upplýsingaskjái á 21 stöð

Olís hefur nú verið með Signital á öllum sínum upplýsingaskjám og stöðvum í heilt ár. Innleiðingin hefur gengið gríðarlega vel þrátt fyrir að vera mjög umfangsmikil og kallað á mjög sveigjanlegar útfærslur. Olís er nú með 140 upplýsingaskjái á 21 stöð og 3 mismunandi vörumerki.
Svona heldur Olís utan um 140 upplýsingaskjái á 21 stöð

Krefjandi skjástýring gerð einföld

Olís hefur nú verið með Signital á öllum sínum upplýsingaskjám og stöðvum í heilt ár. Innleiðingin hefur gengið gríðarlega vel þrátt fyrir að vera mjög umfangsmikil og kallað á mjög sveigjanlegar útfærslur. Olís er nú með 140 upplýsingaskjái á 21 stöð og 3 mismunandi vörumerki. Þrátt fyrir þær áskoranir er skjástýringin aðgengileg hvar og hvenær sem er.

Silja Birgisdóttir, markaðsstjóri Olís, segir að þau hafi fengið góðan stuðning frá Signital á meðan þau voru að læra á kerfið. Starfsmenn Signital aðstoðuðu við uppsetningu á kerfinu og byrjuðu á því að færa eina stöð í einu yfir í Signital svo tilfærslan yrði ekki of yfirgripsmikil.

Notendavænt fyrir markaðsteymið

Það hefur reynst markaðsteymi Olís auðvelt að læra á kerfið þar sem það er einstaklega einfalt og skilvirkt í notkun. Það sem markaðsteymi Olís heldur hvað mest upp á er möguleikinn að geta tímasett efni fram í tímann.

„Þegar við erum að keyra herferðir er frábært að hafa möguleikann á að setja upp spilunarlista og skipuleggja efni fram í tímann. Þannig getum við sett inn efni hratt og auglýsingar detta út sjálfkrafa þegar þær eiga ekki lengur við. Það er einnig mjög þægilegt að geta búið til spilunarlista fyrir skjái þannig að ákveðnar skjámyndir, eins og til dæmis matseðlar, eru alltaf uppi,“ segir Silja.

Betri upplifun og aukin skilvirkni

Signital hefur breytt því hvernig Olís vinnur með efni á upplýsingaskiltum sínum. Áður fór mikill tími í að skipta um efni á skjáunum en nú er allri stýringu miðstýrt í skýinu.

„Öll vinna verður markvissari og skilvirkari því við getum auðveldlega miðlað fjölbreyttu efni á mismunandi þjónustutöðvar eftir tíma og staðsetningu,“ útskýrir Silja.

Auk þess a spara mikinn tíma við efnisuppfærslur hefur Signital kerfið einnig minnkað þörfina fyrir útprentað efni.

Frábær þjónusta Signital

Þegar Silja var spurð um þjónustu Signital hafði hún þetta að segja:

„Þjónustan hjá Signital hefur verið til fyrirmyndar og við fáum skjót svör og aðstoð þegar við köllum eftir því. Einnig er öll þjónusta hjá Dacoda frábær. Við myndum hiklaust mæla með kerfinu fyrir fyrirtæki sem vilja bæta upplýsingaflæði til viðskiptavina og nýta stafræna skjái á áhrifaríkan hátt.“

Með lausnamiðaðri hugsun smíðum við lausnina

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is