Festa Lífeyrissjóður gefur út nýjan vef

Glæsilegur nýr vefur Festu lífeyrissjóðs í samstarfi við Dacoda
Festa Lífeyrissjóður gefur út nýjan vef

Við hjá Dacoda erum stolt að hafa fengið að vinna nýjan vef fyrir Festu lífeyrissjóð með áherslu á aukna þjónustu við sjóðfélaga og auðveldara aðgengi að upplýsingum. Nýi vefurinn er byggður á nýjustu tæknilausnum sem tryggja bæði áreiðanleika og framúrskarandi notendaupplifun.

Um Festu

Festa lífeyrissjóður tryggir sjóðfélögum lífeyri, auk þess að veita örorku-, maka- og barnalífeyri. Nýr vefur Festu veitir sjóðfélögum auðveldan aðgang að upplýsingum um réttindi, lánsamöguleika og séreignarsparnað. Notendur geta einnig nálgast umsóknir, reiknivélar og fréttir tengdar starfsemi sjóðsins.

Festa leggur áherslu á að veita sjóðsfélögum sínum áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar um lífeyrismál, með það að markmiði að tryggja fjárhagslegt öryggi sjóðsfélaga til framtíðar.

Tengingar á milli kerfa 

Nýr vefur Festu er byggður á nýjustu tæknilausnum sem samhæfa gögn, tryggja áreiðanleika og stöðuleika til framtíðar. Mikil áhersla er lögð á notendaupplifun og þjónustu við sjóðsfélaga. Einnig hefur verið sett upp skilvirkt leitarvélartól sem einfaldar notendum að finna nauðsynlegar upplýsingar á einfaldan máta sem er sérstaklega mikilvægt fyrir vef eins og Festu.

Hér má sjá þær lausnir sem við notum:

  • Next.js: Öflugur og skilvirkur framendi. 
  • Strapi: Headless CMS kerfi, sem auðveldar uppfærslur og efnisstjórnun. 
  • Algolia: Hröð og skilvirk leit fyrir síður og fréttir. 
  • Vercel: Áreiðanleg og skalanleg hýsing. 
  • Tailwind CSS: Uppsetning á fallegri og skalanlegri hönnun. 
  • Next-International: Tungumálastuðningur

Stafrænt verkfæri 

Nýr vefur Festu er ekki aðeins upplýsingavefur heldur stafrænt verkfæri til þess að bæta þjónustu við sjóðsfélaga og fjölskyldur þeirra. Við hlökkum til að fylgjast með árangri nýja vefsins og hvernig hann mun auka upplifun notenda.

Með lausnamiðaðri hugsun smíðum við lausnina

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is