Vefurinn gefur farþegum Keflavíkurflugvallar færi á að undirbúa komu sína á flugvöllinn þar sem notendur geta skoðað, bætt á óskalistann eða pantað úr fjölbreyttu úrvali vara, fyrirfram við brottför. Þegar farþegar mæta á flugvöllinn geta þeir gengið beint að afgreiðsluborði, greitt fyrir pöntunina sína og fengið hana afhenta. Á vefnum er einnig hægt að sjá vöruframboð eftir komuverslun og brottfararverslun. Aðeins er hægt að panta fyrirfram og sækja pantanir í brottfararverslun.
Einnig inniheldur vefurinn tollkvótavél til að einfalda viðskiptavinum að vita hversu mikið magn af áfengi og tóbaki má kaupa hverju sinni.
Fríhöfnin leggur áherslu á að bjóða vandað vöruúrval og þjónustu í samræmi við óskir ólíkra hópa viðskiptavina. Verslanir Fríhafnarinnar eru opnar í samræmi við farþegaflug um Keflavíkurflugvöll.
Fríhöfnin stóð frammi fyrir nútímavæðingu á eldri vef til að veita aukið þjónustustig og að færa upphaf verslunar notenda fyrir brottför eða komu viðskiptavina á flugvöllinn.
Vefurinn hefur tengingu við Navision kerfi Fríhafnarinnar. Þessi tenging samhæfir gögn frá vef og bókhaldskerfi. Framboð og verðlagning vara er því uppfærð í rauntíma á milli kerfa sem einfaldar birgðahald og bókhald til muna. Einnig er mikilvægt að vöruleit sé skilvirk og hröð, því var hugað vel að vöruleit vefsins sem er lipur og öflug.
Niðurstaðan er vefur með alla nýjustu og öflugustu tækni, hér má sjá lausnirnar sem við notuðum:
Við erum spennt að sjá hvernig þessi nýja vefsíða mun auka verslunarupplifun ferðalanga um allan heim og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs okkar við DutyFree.is.
Nýr vefur Fríhafnarinnar er ekki aðeins upplýsingavefur heldur stafrænt verkfæri til þess að bæta þjónustu og auka sölu. Við hlökkum til að fylgjast með framgangi nýja vefsins og hvernig hann mun auka verslunarupplifun ferðalanga um allan heim.
Með lausnamiðaðri hugsun smíðum við lausnina