Hýsingarþjónusta

Lénahýsing, pósthýsing, vefhýsing og hýsing á vefkerfum

Dacoda býður upp á alhliða hýsingu á vefum, lénum og tölvupósti. Netþjónar okkar eru staðsettir í gagnaveri Verne Global í Reykjanesbæ sem er eitt fullkomnasta og öruggasta gagnaver landsins.

Windows og Linux vefhýsing

Við bjóðum upp á hýsingu fyrir vefi sem nýta ASP.NET og Microsoft SQL server gagnagrunna á Windows Server vefþjónum hvort sem vefurinn er í Dacoda CMS eða öðru vefkerfi. Einnig bjóðum við upp á hýsingu fyrir vefi sem nýta PHP og MySql gagnagrunna á Linux vefþjónum, t.d. fyrir vefi í Wordpress og Drupal.

Öryggi

Öryggi

Við tryggjum hámarks uppitíma á hýsingarþjónustunni með því að notast aðeins við hágæða Dell netþjóna og Cisco netbúnað. Sjálfvirk afrit eru tekin daglega og eftirlit er með netkerfi og netþjónum allan sólarhringinn.

Hýsing á lénum og tölvupósti

Hýsing á lénum og tölvupósti

Við getum aðstoðað þig við kaup og hýsingu á léni með hvaða endingu sem er. Við hýsum póstinn fyrir þig eða hjálpum þér við uppsetningu á Google Mail eða Office 365 pósthýsingu.

Öryggislyklar

Öryggislyklar

Dacoda selur SSL öryggislykla frá Symantec, Thawte, GeoTrust, DigiCert og Commodo og sér bæði um umsókn og uppsetningu til að bæta öryggi vefja og auka sýnileika á leitarvélum.

Leiga á netþjónum og sýndarnetþjónum

Fyrir stærri vefi og verkefni bjóðum við upp á leigu á netþjónum og sýndarnetþjónum á netkerfi okkar bæði á Íslandi og í Bretlandi. Við sjáum um viðhald, uppfærslur og eftirlit á netþjónunum og viðskiptavinur getur fengið fullan aðgang. Allir netþjónar eru hýstir bakvið örugga Cisco eldveggi.

Vantar þig hýsingu?

Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um þá hýsingarþjónustu sem Dacoda býður upp á.

Hafðu samband