Um Dacoda

Vefhugbúnaðarfyrirtækið Dacoda var stofnað árið 2002 og er með þeim elstu í íslenska vefgeiranum.

Hjá okkur starfar þjónustulundaður hópur forritara og vefhönnuða með áralanga reynslu af forritun, hönnun, kerfisumsjón og ráðgjöf. Viðskiptavinir okkar eru margir og misjafnir en allir finna þeir lausnir við hæfi hjá okkur.

Frá upphafi höfum við boðið upp á vefumsjónarkerfið Dacoda CMS, en með því halda flestir viðskiptavinir okkar utan um vefi sína. Við höfum ávallt lagt okkur fram um að halda kerfinu í hæsta gæðaflokki með stöðugum uppfærslum sem við framkvæmum með þarfir viðskiptavina okkar í huga og í takt við nýjustu tækni hverju sinni.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um Dacoda og þær lausnir sem við bjóðum upp á.

Hafðu samband