Dacoda CMS er gríðarlega öflugt vefumsjónarkerfi sem er í notkun á hundruðum vefa fyrirtækja og stofnanna. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun en um leið sveigjanlegt svo það hamli ekki notendum með góða þekkingu á vefsíðugerð og forritun.

Hægt er að nota Dacoda CMS fyrir bæði innri- og ytri vefi og að auki býður það upp á tengingar við önnur kerfi eins og forrit fyrir snjallsíma til að hægt sé að samnýta efni með einföldum hætti.

Dacoda CMS hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2002 og nýjasta útgáfa af kerfinu, útgáfa 4 var tekin í notkun í byrjun árs 2012. Kerfið er sérstaklega leitarvélarvænt og notandi hefur fullkomna stjórn á titli, slóðum, meta tags, svo eitthvað sé nefnt.

Innifalið í grunnútgáfu af  Dacoda CMS eru eftirtaldir hlutir:

 • Veftré og síður
 • Fréttakerfi
 • Auglýsingaborðar
 • Myndir og skrár
 • Tenglar
 • Stílar
 • Sniðmát
 • Notendaumsjón

Viðbótar einingar:

 • Vefverslun
 • Bókunarkerfi fyrir bílaleigur, hótel, dagsferðir og pakkaferðir
 • Dagatal
 • Uppskriftir
 • Smáauglýsingar
 • Starfsmannahald
 • Viðskiptavinir
 • Spurt og svarað
 • Fasteignir
 • Þýðingar