Dacoda hýsir vefi og vefkerfi af öllum stærðum og gerðum. Með hágæða Dell netþjónum og stöðugri nettengingu við alheiminn tryggjum við viðskiptavinum okkar hámarksuppitíma og stöðugleika. Netþjónar eru staðsettir í öruggum netþjónasölum bæði á Íslandi og í Bretlandi og eru vaktaðir allan sólarhringinn og afrit tekin daglega af öllum gögnum.

Dacoda er Microsoft Partner og með SPLA samning við Microsoft.

Vefhýsing

Boðið er upp á vefhýsingu á Windows og Linux netþjónum með stuðningi fyrir PHP, ASP.NET, Python o.fl. Hægt er að velja um að hýsa vefina á Íslandi eða í Bretlandi.

Lénahýsing

Nafnaþjónar okkar geta vistað lén með öllum endingum ásamt lénum sem innihalda séríslenska stafi (IDN). Við getum aðstoðað viðskiptavini okkar að sækja um lén. Nafnaþjónarnir eru staðsettir bæði í Bretlandi og á Íslandi sem tryggir hámarksuppitíma.

Netfangahýsing

Allur póstur fer í gegnum vírus- og ruslpóstsíur. Notandi getur nálgast póstinn sinn á vefpósthúsi og með helstu tölvupóstforritum eins og Outlook með POP3 eða IMAP. Við bjóðum einnig upp á hýsingu á Microsoft Exchange.

Gagnagrunnar

Hægt er að fá aðgang að gagnagrunni á Microsoft SQL server, MySql og PostgreSql.

Öryggislyklar (SSL)

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að sækja um öryggislykla og hýsum þá á vefþjónum okkar. Dacoda er söluaðili fyrir öryggislykla frá Verisign, Thawte og GeoTrust.