Geyma póst á póstþjóni

Þegar sett er upp netfang í póstforriti og notað POP3 til að sækja póstinn sér póstforritið venjulega um það að hreinsa úr pósthólfinu þegar póstur hefur verið sóttir. Sumir vilja þó geyma póstinn áfram í pósthólfinu þannig að hægt sé að skoða hann í vefpósthúsi síðar. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig þetta er gert:

Microsoft Outlook 2003

1. Tools -> E-mail Accounts
2. Valið "View or change existing e-mail accounts" og smellt á Next
3. Rétt netfang valið úr listanum sem birtist og smellt á "Change"
4. Smellt á "More Settings"
5. Valið "Advanced"
6. Haka við "Leave a copy of message on the server"
7. Til að pósthólf fyllist ekki vegna mikils magns af pósti er gott að haka við möguleikana tvo fyrir neðan, þ.e. "Remove from server after" og "Remove from server when deleted from 'Deleted Items'"

Microsoft Outlook 2007

1. Tools -> Account Settings
2. Rétt netfang valið úr listanum sem birtist og smellt á "Change"
3. Smellt á "More Settings"
4. Valið "Advanced"
5. Haka við "Leave a copy of message on the server"
6. Til að pósthólf fyllist ekki vegna mikils magns af pósti er gott að haka við möguleikana tvo fyrir neðan, þ.e. "Remove from server after" og "Remove from server when deleted from 'Deleted Items'"

Microsoft Outlook 2010

1. File -> Account Settings -> Account Settings
2. Rétt netfang valið úr listanum sem birtist og smellt á "Change"
3. Smellt á "More Settings"
4. Valið "Advanced"
5. Haka við "Leave a copy of message on the server"
6. Til að pósthólf fyllist ekki vegna mikils magns af pósti er gott að haka við möguleikana tvo fyrir neðan, þ.e. "Remove from server after" og "Remove from server when deleted from 'Deleted Items'"

Outlook Express / Windows Mail

1. Tools -> Accounts
2. Rétt netfang valið úr listanum sem birtist og smellt á "Properties"
3. Valið "Advanced"
4. Haka við "Leave a copy of message on the server"
5. Til að pósthólf fyllist ekki vegna mikils magns af pósti er gott að haka við möguleikana tvo fyrir neðan, þ.e. "Remove from server after" og "Remove from server when deleted from 'Deleted Items'"