Almennt

Dacoda er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun veflausna. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2002 og hefur tekið þátt í hundruð verkefna fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa góða þekkingu á öllu sem við kemur þróun á veflausnum og fylgjast ávalt með þeim nýungum sem koma fram.

Ásamt því að þróa veflausnir bjóðum við einnig upp á grafíska hönnun, vefhýsingu, tölvupóstþjónustu, rágjöf og þarfagreiningu og þróun á farsímalausnum.

 

Dacoda CMS

Dacoda hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum upp á vefumsjónarkerfið Dacoda CMS sem er gríðarlega öflugt kerfi og í notkun á yfir 300 vefum. Kerfið er í stöðugri þróun og nýjasta útgáfa kerfisins, Dacoda CMS 4 kom út árið 2012 og er nú í notkun á fjölmörgum vefum  með góðum árangri.